*

fimmtudagur, 2. apríl 2020
Innlent 23. mars 2020 13:17

Reginn frestar arðgreiðslu

Stjórn fasteignafélagsins frestar útgreiðslu ríflega hálfs milljarðs króna arð, auk þess sem veita leigutökum sveigjanleika.

Ritstjórn
Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins.
Haraldur Guðjónsson

Reginn fasteignafélag hefur ákveðið að fresta arðgreiðsludegi frá föstudeginum komandi 27. mars, til í síðasta lagi 11. september næstkomandi, vegna efnahagsáhrifa útbreiðslu Covid 19 veirusýkingarinnar.

Jafnframt hyggst félagið vinna að áætlunum um að koma til móts við leigutaka hjá félaginu vegna gjörbreyttra aðstæðna í rekstri þeirra, m.a. með því að veita sveigjanleika í leigugreiðslum. Félagið hafði áður ákveðið að greiða 536 milljóna króna arð, eða sem nemur 12% af hagnaði síðasta árs, en í arðgreiðslustefnu félagsins segir að þær skuli taka mið af áhættu í umhverfinu.

Segir í tilkynningu frá félaginu að með hliðsjón af áhættunni í samfélaginu nú hafi verið ákveðið að fresta argreiðsludeginum, og stjórn taki ákvörðun um nýjan greiðsludag, þó verði hann eigi síðar en 11. september 2020.

í heildina hafði þriðjungi hagnaðar síðasta árs verið ráðstafað til hluthafa, en restin, 967 milljónir króna hafði verið nýttur til kaupa á eigin bréfum. Aðalfundur félagsins 11. mars síðastliðinn samþykkti að færa niður ríflega 43 milljónir eigin hluta í féalginu, auk þess að heimila nýja endurkaupaáætlun fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins.

Stikkorð: Reginn arðgreiðsla