Landsbankinn
Landsbankinn
© BIG (VB MYND/BIG)
Reginn ehf. undirritaðifyrr í vikunni kaupsamning við Atafl ehf. vegna sölu á Mýrargötu 26, 101 Reykjavík.
Atafl hyggst aðlaga bygginguna að breyttum markaðsaðstæðum þar sem fyrirhuguðum lúxusíbúðum verður fækkað og í staðinn koma hefðbundnari íbúðir fyrir almenna kaupendur.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Regins. „Breytingar á hönnun hússins hafa verið í undirbúningi með arkitektum. Nú fer þessi vinna á fullt og markmiðið er að geta hafið vinnu við framkvæmdir á þessu ári og er áætlað að verktíminn verði um 2 ár. Reikna má með að þegar framkvæmdir verða komnar á fullt skrið að þá starfi yfir 50 manns að jafnaði við verkið,“ segir í fréttinni.