Stórfyrirtækið Samsung Electronics reikna með því að hagnaður fyrirtækisins aukist á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir innköllun Galaxy Note 7 snjallsímanna, sem hafa sprungið.

Samkvæmt spá um hagnað fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þá er búist við því að hann aukist um 5,6%. Ef að það verður úr spá fyrirtækisins þá myndi það græða 7 milljarða dollara, eða því sem jafngildir rúmum 802 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu.

Í spá fyrirtækisins þá er hins vegar ekki sundurliðun á hvaða hlutar fyrirtækisins græða og tapa. Galaxy Note 7 síminn hefur verið endurkallaður í Bandaríkjunum, Evrópu og Suður-Kóreu og er líklegt að það hafi mikil áhrif á fyrirtækið. Þrátt fyrir það þá virðist fyrirtækið standa sig vel á öðrum vígvöllum.

Þessu er greint frá í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC.