Vegna ákvörðunar S&P um að setja lánshæfiseinkunn allra evruríkjanna á athugunarlista búast flestir við að mikil lækkun verði við opnun evrópsku hlutabréfamarkaðanna. Tölur um viðskipti með framvirka samninga benda til þess að lækkunin kunni að verða veruleg. Samkvæmt þeim myndi Dax í Þýsklandi lækka um 1,54%, CAC í París um um 1% og FTSE í London um liðlega 1%.