Reiknað er með að markaðir í Evrópu muni lækka í dag, líkt og markaðirnir í Asíu í nótt þar sem fjármálaráðherrar evruríkjanna hafa ekki enn gefið grænt ljós á samkomulag sem grískir stjórnmálamenn náðu í gær um niðurskurð og sparnað. Fjármálaráðherrar evruríkjanna hafa sagt að þeir muni ekki samþykkja 130 milljarða evra lánveitingu til Grikklands fyrr samkomulagið hefur verið afgreitt í gríska þinginu. Órói í Grikklandi og tveggja daga almennt verkfall var heldur ekki til þess fallið að róa hug fjárfesta.