Reimar Pétursson, hrl. hefur bæst í eigendahóp lögmannastofunnar GHP legal. Reimar hefur undanfarin ár starfað á fjármálamarkaði, m.a. sem framkvæmdastjóri hjá Atorku hf. og hjá Straumi-Burðarási hf.

Á árunum 1998-2004 starfaði Reimar hjá Lögmönnum Skólavörðustíg 6b, sem var í eigu Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Karls Axelssonar, og varð lögfræðistofan Nestor Lögmenn, fyrst sem fulltrúi en svo sem einn eigenda.

Reimar hefur auk embættisprófs frá Háskóla Íslands lokið meistaraprófi í lögum frá Columbia háskóla í New York. Þá hefur hann auk réttinda til málflutnings í héraði og Hæstarétti á Íslandi, réttindi til málflutnings í New York ríki.

Eigendur stofunnar eru nú auk Reimars, bræðurnir Birgir Tjörvi, hdl. og Guðmundur H. Pétursson hdl.