Skuldabréfasjóðir GAMMA eru fyrstu skuldabréfasjóðirnir á Íslandi sem Reitun gefur lánshæfiseinkunn og er hún byggð á gæðum eignasafnanna.

Stærð skuldabréfasjóða í rekstri GAMMA er samtals um 30 milljarðar króna. Styðst Reitun við alþjóðlega aðferðafræði og sérþekkingu á íslenskum fjármálamarkaði við mat á lánshæfni og byggir hún á væntum greiðslufallslíkum og tapi undirliggjandi skuldabréfa. Er lánshæfiseinkunn á einstökum útgefendum og skuldabréfum lögð til grundvallar á lánshæfismati sjóðanna. Metur Reitun tapslíkur GAMMA:CREDIT Fund 0,84% með einkunn i.A3, GAMMA:GOV sem 0%, einkunn iAAA og GAMMA:Covered Bond Fund sem 0,073% og einkunn i.AA2.