Breska smásölukeðjan Sainsbury greindi frá því í gær að félagið væri á undan áætlun með markmið sitt um að auka sölutekjur félagsins um 2,5 milljarða punda á tveimur árum frá því mars 2005 síðastliðinn, en á síðasta fjárhagsári jukust sölutekjur Sainsbury um meira en einn milljarð punda.

Stjórnarformaður Sainsbury, Philip Hampton, sagði einnig frá því í tilkynningu sem var send út í gær, að félagið hefði skipað tvo nýja menn í stjórnina, Mary Harris og Mike Coup.