*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 4. ágúst 2020 16:04

Faraldurinn litar afkomu Reita

Áður en tekið er tillit til matsbreytinga nam rekstrarhagnaður Reita 1,7 milljarði króna, áætlað tekjutap á fjórðungnum er 316 milljónir.

Ritstjórn
Guðjón Auðunsson er forstjóri Reita.
Haraldur Guðjónsson

Rekstrarhagnaður Reita fyrir matsbreytingu á öðrum fjórðungi ársins nam 1.742 milljónum króna. Gert er ráð fyrir 316 milljóna króna tekjutapi á öðrum ársfjórðungi og má samdráttinn skýra að mestu leiti vegna áhrifa af heimsfaraldurinum.

Rekstrarhagnaður Reita á fyrsta fjórðungi ársins nam 1.905 milljónum króna en 1.952 milljónum á öðrum ársfjórðungi 2019 og því 10% samdráttur milli ára. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Umfang tekjutaps á fjórðungnum er í samræmi við fyrra mat sem myndaði grunn fyrir matsbreytingu á eignum í uppgjöri fyrsta fjórðungs. Í drögunum er endurgreiðsla fasteignagjalda sem nemur tæplega 200 milljónum króna sökum endurmats á fasteignamati Kringlunnar.

Uppgjör annars ársfjórðungs verður birt 24. ágúst næstkomandi.

Stikkorð: Reitir árshlutauppgjör