Rekstrarhagnaður (EBITDA) Kögunarsamstæðunnar nam 646 mkr. á árinu 2004 samanborið við rúmlega 238 mkr. árið áður og er þetta hækkun um 171%. Hagnaður samstæðunnar fyrir skatta var 533 mkr. en var 375 mkr. árið 2003 og er þetta hækkun um 158 mkr. eða 42%. Hagnaður ársins eftir skatta varð 453 mkr. en var 337 mkr. á árinu 2003 sem er hækkun um 34%. Hagnaður á hverja krónu hlutafjár nam 3,45 kr. Öll félög innan Kögunarsamstæðunnar skiluðu hagnaði á árinu.

Rekstrartekjur samstæðu Kögunar hf. námu samtals 4.943 mkr. á á árinu 2004. Veltuaukning er 3.698 mkr. eða 297% milli ára en hafa ber í huga að fleiri fyrirtæki mynda nú samstæðu Kögunar en áður. Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 646 mkr. eða 13,1%. Húsnæðisbreytingar að fjárhæð um 40 mkr. voru gjaldfærður á tímabilinu í samræmi við reiknings­skilahefðir Kögunar. Hefðu framkvæmdirnar verið eignfærðar og afskrifaðar á lengri tíma, væri EBITDA 686 mkr. eða 13,9%.

Áætlun Kögunar hf. fyrir árið 2004 gerði ráð fyrir veltu að fjárhæð 3.000 mkr. ¿ 3.200 mkr. og að 15% EBITDA næðist innan tveggja ára, þ.e. fyrir árslok 2005. Velta Kögunar á árinu án hlutdeildar í Opin Kerfi Group hf. varð hins vegar 3.400 mkr. og EBITDA 518 mkr. sem er 15,3%.

Afskriftir námu 74 mkr. en tekið skal fram að gerðar voru sérstakar einsskiptis afskriftir hjá Skýrr hf til samræmingar á reikningsskilaaðferðum sem koma að hluta inn í samstæðuuppgjörið.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur samtals 572 mkr. en var 210 mkr. árið 2003. Hagnaður fyrir fjármagnsliði hækkar þannig um 362 mkr. eða 172% á milli ára.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru um 39 mkr. Vaxtatekjur námu 129 mkr. og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga nam 64 mkr. Þar er um að ræða hlutdeildartekjur Kögunar hf. í Opin Kerfi Group hf. frá 17. ágúst til 30. nóvember sl. en félagið kom að fullu inn í samstæðu Kögunar þann 1. desember. Hagnaður af sölu hlutabréfa er samtals 85 mkr. Seldur var 10% hlutur í Þekkingu hf., 33% hlutur í Landsteinum Nederland BV í Hollandi og 100% hlutur í Alpha Landsteinar Ltd. í Bretlandi. Niðurfærsla á eignarhlutum í félögum var 6 mkr. Vaxtagjöld námu 310 mkr. og vega þar þyngst vextir og verðbætur af skuldabréfalánum sem boðin voru út á árinu í tengslum við kaup Kögunar á Hug hf. og Opin Kerfi Group hf.

Hagnaður samstæðunnar fyrir tekjuskatt var samtals 533 mkr. en var 375 mkr. á árinu 2003.