Rekstrarstjóri EasyJet hefur sagt upp störfum hjá flugfélaginu. Félagið hefur þurft að glíma við ýmsa erfiðleika undanfarið og hefur þurft að aflýsa flugum með stuttum fyrirvara. Töluvert álag hefur verið á flugfélögum undanfarnar en í heimsfaraldrinum lagði fluggeirinn niður þúsundir starfa og á nú í erfiðleikum með að mæta aukinni eftirspurn. BBC greinir frá.

Þá hafa verkalýðsfélögin boðað til röð sólarhringsverkfalla í júlí en fyrsta verkfallið átti sér stað um helgina og sex daga til viðbótar eru væntanlegir síðar í þessum mánuði. Verkföllin hafa haft gríðarleg áhrif á rekstur flugfélaga og hafa mörg hver þurft að aflýsa flugum vegna þeirra.

EasyJet gerir ráð fyrir að um tíu þúsund af þeim 160 þúsund flugum sem eru á dagskrá hjá félaginu í sumar verði felld niður.