Hagnaður Alfesca (SÍF) á öðrum fjórðungi reikningsársins, sem er október-desember, var 1,2 milljarðar króna.

Það er yfir væntingum greiningardeildar Landsbankans en hún spáði 934 milljón króna hagnaði.

Megin frávik frá spá er betri EBITDA framlegð og lægri fjármagnskostnaður en reiknað var með.

Annar ársfjórðungurinn er sá langmikilvægasti í rekstri Alfesca, segir greiningardeildin.

Jólin eru sá tími sem félagið selur mest en mikill hluti af vöruframboði Alfesca eru svokallaðar lúxusvörur sem seljast best í kringum hátíðir.

Rekstur félagsins ræðst því verulega af því hvernig gengur á þessum fjórðungi.

Greiningardeild Landsbankans mælir með því að fjárfestar markaðsvogi bréf sín í Alfesca í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska markaðnum.