Réttarhöldunum yfir Jacques Chirac fyrrverandi forseta Frakklands og níu öðrum einstaklingum var frestað í dag fram til 20. júní n.k.

Chirac er sakaður um að hafa misnotað stöðu sína sem borgarstjóri Parísarborgar á árunum 1992-1995 með því að ráða starfsmenn til starfa hjá borginni sem sinntu í raun verkefnum fyrir forsetaframboð hans.

Ástæða frestunarinnar er sú að lögmaður eins sakborninga taldi málsmeðferðin við réttarhaldið brjóta gegn frönsku stjórnarskránni. Mun Hæstiréttur Frakkland fjalla um málið og jafnvel kemur það fyrir franska stjórnlagadómstólinn.