Samkomulag náðst á dögunum við stærsta kröfuhafa Reykjanesbæjar, Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. (EFF) um að umfang skuldavanda Reykjanesbæjar og stofnana hans sé 6.350 milljónir króna.

Reykjanesbær hefur á grundvelli samkomulags við innanríkisráðherra, átt í viðræðum við kröfuhafa sveitarfélagsins með það að markmiði að endurskipuleggja fjárhag sveitarfélagsins.

Á bæjarráðsfundi Reykjanesbæjar í dag voru lögð fram drög að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu Reykjanesbæjar og stofnana hans. Samkomulagið byggir á áætlunum sveitarfélagsins og viðræðum við kröfuhafa. Það gerir ráð fyrir aðilar að samkomulaginu færi niður skuldir og/eða skuldbindingar Reykjanesbæjar og stofnana hans með beinni niðurfærslu samtals að fjárhæð kr. 6.350 milljarða.

Samkomulagið gerir ráð fyrir að óveðtryggðir kröfuhafar Reykjanesbæjar samþykki 50% niðurfærslu af skuldum og/eða skuldbindingum sínum við Reykjanesbæ og stofnanir hans. Auk þess er gert ráð fyrir að fjárhagslegir kröfuhafar Reykjaneshafnar samþykki að gefa eftir 45% af kröfum sínum.

Nánari upplýsingar um innihald samkomulagsins má finna í fréttatilkynningu sveitafélagsins.