Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár hyggst borgin taka lán að fjárhæð 3.012 milljónir króna vegna framkvæmda.

„Gert er ráð fyrir að lántakan verði framkvæmd með stækkun á verðtryggðum skuldabréfaflokki RVK 53 1 og óverðtryggðum skuldabréfaflokki RVKN 35 1,“ segir í tilkynningu frá borginni.

„Heildarstærð RVK 53 1 er ISK 19.570.000.000 að nafnvirði. Heildarstærð RVKN 35 1 er ISK 3.480.000.000 að nafnvirði.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum 15. desember 2016 eftirfarandi útboðsdagsetningar fyrir fyrri hluta árs 2017.

Skuldabréfaútboð Reykjavíkurborgar verða á eftirfarandi dögum: 8. febrúar, 8. mars, 5. apríl og 10. maí.“