Gætti áhrifa íslenskrar menningar meira en raun ber vitni á Bretlandseyjum væri eftirfarandi setning fyrir löngu orðin fleyg: Af hverju getur þú ekki verið meira eins og Richard Branson?

Þessi litskrúðugi athafnamaður hefur fyrir löngu vakið athygli fyrir frumleika og alþýðlegt yfirbragð. Í nýútkominni bók, sem bókaforlagið Ugla gefur út, leggur Branson lesendum þær lífsreglur sem hann hefur sett sjálfum sér og útskýrir mikilvægi þeirra með því að rifja upp atburði frá sínum litskrúðuga ferli sem athafnamaður.

Bókin ber nafnið Látum slag standa – það sem lífið kennir (á frummálinu heitir hún „Screw It, Let’s Do It“).

Í bókinni, sem er vel þýdd, stutt og hnitmiðuð, fer Branson yfir níu lífsreglur sem mætti kannski setja saman í eina setningu: Reyndu að haga þér eins og maður! En þrátt fyrir að þessar einföldu en jafnframt sígildu reglur muni seint umturna tilvist lesandans er bókin skemmtileg aflestrar enda bryddar Branson upp á skemmtilegum sögum frá lífshlaupi sínu til þess að útskýra gildi þeirra.

Nánar er fjallað um bókina og Branson í helgarblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það á [email protected] .