*

mánudagur, 15. júlí 2019
Erlent 10. apríl 2013 16:22

Rifist um mest seldu bílana

Bílaframleiðendurnir Ford og Toyota rífast nú um það hver hafi átt mest selda bílinn á síðasta ári.

Ritstjórn
Toyota segir að Toyota Corolla hafi verið mest seldi bíllinn í fyrra en ekki Ford Focus.

Bílaframleiðendurnir Ford og Toyota karpa nú um það hvort fyrirtækjanna hafi átt mest selda bílinn á síðasta ári. Markaðsrannsóknarfyrirtækið R.L. Polk & Co greindi frá því í gær að Ford Focus hafi keyrt fram úr Toyota Corolla og selt rétt rúma eina milljón bíla af þeirri gerð á móti rúmlega 720 þúsund bílum. Þessu mótmæla Toyota-liðar, að sögn Reuter-fréttastofunnar.

Reuters hefur eftir Ryo Sakai, talsmanni Toyota, að fyrirtækið hafi selt 1,16 milljónir bíla undir merkjum Toyota Corolla í fyrra og hafi þetta verið vinsælasti bíllinn á árinu. Toyota hefur farið fram á að R. L. Polk leiðrétti tölurnar.

Stikkorð: Toyota Ford Ford Focus Toyota Corolla
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is