Íslenska ríkið er að íhuga frekari skuldabréfaútgáfu á erlendum markaði á lengri skuldabréfum en síðast. Þá voru bréfin til fimm ára og voru seld fyrir milljarð dollara. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali við fréttaveituna Bloomberg.

Ársfundur Seðlabanka Íslands 2011
Ársfundur Seðlabanka Íslands 2011
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Þá segir Steingrímur að mikil ánægja ríki vegna velgengi á síðasta uppboði og segir jafnframt að skuldabréfaútgáfa með lengri líftíma sé í skoðun. Steingrímur segir þó að ekki verði farið í nýtt skuldabréfaútboð alveg á næstunni vegna óstöðugleika í Evrópu.

Fram kemur í frétt Bloomberg að skuldatryggingaálag ríkissjóðs Ísland er nú lægra en á Ítalíu, sem er þriðja stærsta evru-ríkið.