Íslenska ríkið hefur ákveðið að kaupa til baka skuldabréf, útgefin í dollurum. Uppkaupin nema 415 milljónum dollara eða jafnvirði um 55,7 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Bréfin bera 4,875% vexti.

Um er að ræða skuldabréf að nafnvirði 400 milljón dollara sem voru á gjalddaga í júní á næsta ári. Bréfin eru keypt á genginu 103,75.

Erlendar skuldir ríkissjóðs námu 577 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Því er um að ræða uppgreiðslu á um tíunda hluta af erlendum skuldum ríkisins, eins og þær stóðu á fyrsta ársfjórðungi.