*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 30. nóvember 2011 07:46

Ríkisendurskoðun gagnrýnir fjárlagafrumvarp

Ekki er óskað fjárheimilda vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef í fjárlagafrumvarpi. Kostnaður gæti orðið allt að 30 milljarðar.

Ritstjórn

Ríkisendurskoðun gagnrýnir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar en þar er ekki óskað fjárheimilda vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef, þrátt fyrir að liggi fyrir þörf á að minnsta kosti 11,2 milljörðum króna vegna yfirtökunnar. Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en fjármálaráðuneytinu ber að óska eftir slíkum heimildum að mati Ríkisendurskoðunar.

Deilur standa sem kunnugt er yfir um verðmæti eigna SpKef og gæti ríkið þurft að leggja út allt að 30 milljörðum króna vegna yfirtökunnar en aldrei minna en 11,2 milljarða.