Uppsafnaður halli af rekstri Lyfjastofnunar nam 216 milljónum króna um áramótin og er það tvöfalt meira en árið 2008. Ríkisendurskoðandi segir það áhyggjuefni hversu illa hafi gengið að halda rekstrinum innan þess ramma sem Alþingi ákveður. Ríkisendurskoðandi segir engu tilgangi þjóna að láta halla hvíla á stofnuninni sé ekki talið raunhæft að stofnunin greiði hann upp.

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er því beint til Lyfjastofnunar og velferðarráðuneytis að tryggja að rekstur stofnunarinnar sé í samræmi við fjárheimildir.

Stutt er síðan ríkisendurskoðandi gagnrýndi uppsafnaðan hallarekstru ríkisstofnanda og hvatti hann fjárlaganefnd Alþingis til að kalla nokkra ráðherra á teppið og láta þá svara því hvernig tekið verði á vandanum. Þar á meðal var Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.