Skrifað hefur verið undir samninga við Skeljung og Íslenska olíumiðlun vegna útboðs Ríkiskaupa fyrir hönd Landhelgisgæslunnar, Hafrannsóknarstofnunarinnar og Flugmálastjórnar, vegna kaupa á eldsneyti og olíum fyrir skip og flugvélar.

Leitað var eftir tilboðum í þremur vöruflokkum þ.e. brennsluolíu á skip, flugvélaeldsneyti og smurolíur. Miðað var við afhendingu á brennsluolíu og smurolíu til kaupenda á þremur svæðum í höfn/höfnum við Faxaflóa, á Austursvæði, þ.e. í höfn/höfnum við austurströnd Íslands og í Færeyjum, þ.e. í höfn/höfnum í Færeyjum. Heimilt var að bjóða í einstaka hluta útboðsins og var samið við Skeljung í öllum flokkum nema það að Íslensk Olíumiðlun mun selja skipagasolíu á Austursvæði. Alls skiluðu sex aðilar inn átta tilboðum í útboðinu.