*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 25. október 2017 18:39

Ríkissjóður kaupir eigin skuldabréf

Ríkissjóður hefur keypt til baka eigin skuldabréf að nafnvirði 31 milljón Bandaríkjadala.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ríkissjóður hefur keypt til baka eigin skuldabréf að nafnvirði 31 milljón Bandaríkjadala í skuldabréfaflokknum “ICELAND 5.875%“ sem eru á gjalddaga 2022, (Reg S ISIN USX34650AA31 and 144A ISIN US451029AE22; Reg S CUSIP X34650AA3 and 144A CUSIP 451029AE2) af Seðlabanka Íslands á verðinu 113,29, sem samsvarar um 3,8 ma.kr. Heildarnafnverð útgáfunnar nam 1.000 milljónum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Uppkaupin nú koma í framhaldi af uppkaupum ríkissjóðs á skuldabréfum í sömu útgáfu síðastliðið vor. Eru þau liður í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs og miða að því að draga enn úr vaxtakostnaði ríkissjóðs á komandi árum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is