Stefnt er að því að ná fram hagræðingu á fjárlögum fyrir um 5-8 milljarða á næsta ári, eða allt að 2% af fjárlögum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, auk þess sem hugmyndir eru uppi um að ná fram áþekkri hagræðingu næstu ár á eftir.

Fjárlög á yfirstandandi ári hljóða upp á um 434 milljarða króna og tekjuafgang upp á um 39 milljarða króna.

Rammafjárlög fyrir næsta ár tóku mið af því að reksturinn yrði hallalaus en ekki gert ráð fyrir verulegum tekjuafgangi, og hugsanlega verður reksturinn neikvæður. Þetta gæti þýtt að landsmenn sjái fjárlög með halla í fyrsta skipti í mörg ár, eða síðan 2001.

Mikil óvissa í tekjuspá

Reiknað var með í síðustu fjárlögum að tekjur ríkissjóðs yrðu 473 milljarðar á yfirstandandi ári og gera menn ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs muni standa í stað á næsta ári, sem þýðir raunlækkun, eða verði jafnvel minni á næsta ári en síðustu tvö ár. Þetta þýðir í raun að menn geri ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 40-80 milljörðum minni á næsta ári heldur en hefur verið síðustu tvö ár.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .