„Við höfum því haft talsverðar áhyggjur af því að staða ríkissjóðs bjóði ekki upp á þau fyrirheit sem gefin voru í aðdraganda kosninga“, segir Gylfi Arnbjörnsson , forseti Alþýsambands Íslands í samtali við Morgunblaðið. Hann segir stöðu ríkissjóðs ekki beinlínis koma á óvart miðað við umræðu síðustu mánuði. Fram hefur komið að afkoma ríkissjóðs geti orðið 14 milljörðum krónum lakari en búist var við á þessu ári og 27 milljörðum verri á næsta ári.

Gylfi tekur undir mikilvægi þess að bæta stöðu ríkissjóðs en segir það jafnframt snúast um forgangsröðun hvort svigrúm verði til launahækkana í komandi kjarasamningum. „Á miðvikudag kynnti ríkisstjórnin t.a.m. lækkun á auðlindaskatti upp á ríflega 6 milljarða á næsta ári.“