Misskipting auðs hefur aukist. Nú eiga ríkustu 85 einstaklingarnir í heiminum jafn miklar eigur og fátækustu 3,5 milljarðar íbúa heims. Hóparnir eiga hvor um sig 1,2 trilljónir evra. Þetta sýna niðurstöður könnunar Oxfam

Niðurstöðurnar birtust í skýrslunni Working For The Few. Þar segir að ástæður þess að auðurinn skiptist á sífellt færri hendur sé að fáeinum auðjöfrum hafi tekist, með pólitískum áhrifum, að beygja reglur hagkerfisins í sína þágu.

„Það er sláandi að á 21. Öld eigi helmingur mannkyns, það er 3,5 milljarðar mannkyns, jafn mikið og fáein elíta manna sem gæti komist fyrir saman í rútu,“ segir Winnie Byanyima, forstjóri Oxfam.

Oxfam eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt í heiminum.

Hér má lesa meira um þetta mál.