Rio Tinto gerði í gær lítið úr þeim orðrómi að fyrirtækinu hefði borist yfirtökutilboð frá helsta keppinaut sínum, BHP Bilition, en gengi bréfa í félaginu hækkuðu um 6,5% í viðskiptum í gær. Hlutabréf BHP hækkuðu einnig, eða um 2,4%. Fyrrum háttsettur stjórnandi Rio Tinto sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði hins vegar að það myndi koma honum mjög mikið á óvart ef BHP væri ekki að íhuga yfirtöku á Rio Tinto um þessar mundir.

Þessar getgátur koma í kjölfar þess að álrisinn Alcoa gerði óvinveitt yfirtökutilboð í Alcan í vikunni og telja margir fjárfestar að það sé aðeins upphafið af því sem koma skal á hrávörumarkaðinum.