Rio Tinto skilaði ársreikning fyrir árið 2015 eftir lokun markaða í Ástralíu í dag, en félagið skilaði miklu tapi. Fyrirtækið á og rekur álverið í Straumsvík.

Tapið nam 866 milljónum Bandarikjadala, eða tæpum 110 milljörðum króna. Þetta er mikill viðsnúningur frá ári áður, en þá skilaði félagið 6,53 milljörðum dala í hagnað, eða 828 milljörðum króna. Und­ir­liggj­andi hagnaður fyr­ir­tæk­is­ins dróst sam­an um 51% milli ára.

Rio Tinto sagði að það mundi áfram greiða út arð sem nemur í 2,15 dali á hlut til samræmis við arðsúthlutun ársins 2014. Forstjóri félagsins sagði hins vegar að ef hrávörumarkaðir halda sama dampi þá gætu áframhaldandi arðgreiðslur takmarkað getu fyrirtækisins til að standa í þeim iðnaði sem það starfar í og unnið gegn hagsmunum hluthafa til langs tíma litið. Félagið áætli því að greiða næst út arð sem nemur 1,1 Bandaríkjadal á hlut.