Áform eru uppi um að loka 225 ritfangaverslunum hinnar bandarísku Staples á næstu árum. Þetta jafngildir niðurskurði upp á 12% hjá þessari umsvifamestu ritfangaverslun Bandaríkjanna. Lokunin er liður í umfangsmikilli hagræðingu í rekstri. Þrengt hefur að rekstrinum vegna aukinnar sölu ritfanga á netinu, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar . Þetta bætist við lokun 42 verslana í Bandaríkjunum í fyrra.

Verslanir Staples eru nú 1.846 talsins.

Forbes segir helstu keppinautana vera netrisa á borð við Amazon.com, netverslun Office Depot og fleiri. Þetta hefur sett verulega stórt strik í reikninginn hjá Staples.