*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Innlent 23. janúar 2020 09:51

Róbert kaupir 37 íbúðir

Róbert Wessmann hefur verið umsvifamikill á fasteignamarkaði á síðustu misserum.

Ritstjórn
Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen.
Aðsend mynd

Félagið Hrjáf ehf. sem er í eigu Róberts Wessmann, forstjóra Alvogen, festi nýlega kaupa á samtals 37 íbúðum í Reykjavík. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins nam kaupverðið ríflega 1,8 milljörðum króna. 

Íbúðirnar sem um ræðir eru flestar á svokölluðum A-reit á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Samtals festi Hrjál kaup á 31 íbúð á reitnum og greiddi fyrir þær 1.511 milljónir króna. Íbúðirnar eru á bilinu 50-120 fermetrar. 

Þá festi Hrjál kaup á sex íbúðum við Frakkastíg 8C og 8D og Hverfisgötu 58A í nóvember en kaupverð þeirra nam 308 milljónum króna. Fyrir átti Hrjálf svo 15 íbúðir í sömu húsum við Frakkastíg.

Stikkorð: Róbert Wessmann