Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, þarf að greiða eignarhaldsfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði um 2,4 milljarða króna samkvæmt dómi sem sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en þar segir að sama dag hafi fallið annar dómur í deilu þessara áður nánu samstarfsmanna og niðurstaða hans hafi verið sú sú að tveimur félögum Björgólfs beri að greiða Róbert jafnvirði rúmra sex milljarða króna. Ef marka megi fullyrðingar Björgólfs séu félögin hins vegar svo til eignalaus.