*

föstudagur, 28. janúar 2022
Erlent 7. júní 2017 17:30

Ronaldo launahæsti íþróttamaður heims

Samtals þénuðu hundrað launahæstu íþróttamenn heims 3,11 milljarða dollara á síðustu 12 mánuðum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var þénaði mest allra íþróttamanna á síðustu 12 mánuðum samkvæmt lista Forbes. Þénaði hann 93 milljónir dollara yfir 12 mánaða tímabil. Þar á eftir kom körfuboltamaðurinn LeBron James með 86,2 milljónir og þriðji var argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi.

Heildartekjuuppæðin samanstendur af launagreiðslum, verðlaunafé og auglýsingasamningum. Þénuðu 100 tekjuhæstu íþróttamenn heims samtals 3,11 milljarða dollara. Nemur hluti auglýsingasamninga 29% af heildarupphæðinni og sem dæmi má nefna að Tiger Woods sem situr í 17. sæti listans þénaði 37,1 milljón dollara þrátt fyrir að hafa varla stigið fæti inn á golfvöllinn vegna meiðsla.

Einungis ein kona er á listanum en það er bandaríska tenniskonan Serena Williams sem situr í 51. sæti listans með tekjur upp á 27 milljónir dollara. 

Síðustu 12 mánuðir hafa vægast sagt verið góðir fyrir Ronaldo. Auk þess að þéna 93 milljónir vann Ronaldo nánast allt sem hann gat unnið síðustu 12 mánuði. Sigraði hann Meistaradeild Evrópu og spænsku úrvalsdeildina með liði sínu Real Madrid, varð Evrópumeistari með Portúgal auk þess sem hann var valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða skipti.

Tíu launahæstu íþóttamenn heims

  1. Cristiano Ronaldo, fótbolti - 93 m.
  2. LeBron James, körfubolti - 86,2 m.
  3. Lionel Messi, fótbolti - 80 m.
  4. Roger Federer, tennis - 64 m.
  5. Kevin Durant, körfubolti - 60,6 m.
  6. Andrew Luck, amerískur fótbolti - 50 m.
  7. Rory McIlroy, golf - 50 m.
  8. Stephen Curry, körfubolti - 47,3 m.
  9. James Harden, körfubolti - 46,6 m.
  10. Lewis Hamilton, formúla 1 - 46 m.