Næst stærsti banki Bretlands, Royal Bank of Scotland (RBS) hagnaðist á síðasta ári þrátt fyrir miklar afskriftir.

Hagnaður RBS á árinu var 7,3 milljarða punda eða um 950 milljarðar ísl. Króna.

Afskriftir bankans vegna undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum námu um 2,14 milljörðum punda eða 278 milljarðar ísl. Króna.

Auknar arðgreiðslur og endurgreiðslur til viðskiptavina

RBS áætlar nú að auka aðrgreiðslur sínar um 10% þannig að fyrir hvern hlut verða greidd 33,2 pens.

Þá tilkynnti bankinn einnig að til stæði að endurgreiða viðskiptavinum bankans allt að 119 milljón pund eða , en viðskiptavinir hafa kvarta mikið á árinu og sakað bankann um að ofrukka þjónustu- og vaxtagjöld.