Rússneska rúblan heldur áfram að lækka í verði, en gengi hennar hefur nú aldrei verið lægri. Gengi rúblunar gagnvart Bandaríkjadal er nú komið yfir fyrir rúblur fyrir hvern dal, en gengið lækkaði um 4% í gær.

Viðskiptablaðið greindi frá miklum lækkunum á gengi rúblunar gagnvart Bandaríkjadal í gær og hvernig lækkunin sé að auka á vandamál Rússlands, sem eru núþegar veruleg .

Gengi rúblurnar speglar oft olíuverð, en verð á hráolíu hefur lækkað gríðarlega á undanförnum misserum. Um helmingur tekna Rússlands koma frá sölu á olíu og gasi en til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum miðað við núverandi stöðu þyrfti olíuverð að vera um það bil 82 dalir á tunnu. Verð á olíu núna er undir 28 dölum.