Skuldaréfavísitala GAMMA hækkaði um 14,16% á síðasta ári. Hækkuðu óverðtryggð bréf töluvert meira en verðtryggð eða um 18,7% skv. GAMMAxi á móti 12,3% hækkun verðtryggðra bréfa skv. GAMMAi. Var hækkun ársins nokkuð jöfn fyrir utan sveiflur á haustmánuðum, segir í tilkynningu frá félaginu um verðþróun síðasta árs.

Kemur fram að í desember hækkaði heildarvísitalan GAMMA:GBI um 1% og lækkaði hlutfall verðtryggða bréfa í 68,8%. Hefur hlutfallið aldrei verið lægra. Líftími vísitölunnar er óbreyttur frá fyrri mánuði og er um 8,8 ár.