Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti í dag úr 8% í 9,5%. Þetta er gert til þess að reyna að hemja verðbólgu, sem mælist nú 8,4% og er spáð að verði yfir 8% fram í mars á næsta ári.

Hækkunin var meiri en búist hafði verið við, en sérfræðingar höfðu búist við 0,5% hækkun. Í upphafi árs voru vextirnir 5,5% en aðgerðir seðlabankans hafa ekki haft áhrif á verðbólguna hingað til.

Veik rúbla og bann við innflutningi á vestrænum mat hafa haldið verðbólgunni stöðugri. Spár gera ráð fyrir því að hagvöxtur stöðvist á síðasta fjórðungi þessa árs og fyrsta ársfjórðungi þess næsta.