Fyrirtæki frá Rússlandi og Kína eru líklegust til að þiggja mútur í alþjóðlegum viðskiptum samkvæmt könnun sem BBC greinir frá. Rússland og Kína voru í neðsta sæti meðal 28 landa í könnun sem náði til þrjú þúsund stjórnenda og var framkvæmd af Transparency International. Holland og Swiss voru í efsta sæti en Bretlandi var í áttunda sæti, rétt á undan Bandaríkjunum og Frakklandi.

Mútur voru algengastar í opinberum verkefnum og byggingaframkvæmdum. Hér má sjá listann í heild:

  • 1. Netherlands, Switzerland
  • 3. Belgium
  • 4. Germany, Japan
  • 6. Australia, Canada
  • 8. Singapore, UK
  • 10. US
  • 11. France, Spain
  • 13. South Korea
  • 14. Brazil
  • 15. Hong Kong, Italy, Malaysia, South Africa
  • 19. India, Turkey
  • 22. Saudi Arabia
  • 23. Argentina, UAE
  • 25. Indonesia
  • 26. Mexico
  • 27. China
  • 28. Russia

Hér má sjá greinina á vef BBC.