Rússneskur efnahagur dróst saman um 0,5% í nóvember. Er það í fyrsta sinn sem landsframleiðsla dregst saman í landinu frá októbermánuði árið 2009. BBC News greinir frá þessu.

Ríkisstjórn Rússlands býst við því að landsframleiðsla muni dragast saman um 0,8% á næsta ári, en til samanburðar jókst hún um 0,6% á öllu þessu ári.

Rússneskur efnahagur hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu vegna viðskiptaþvingana og lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Rúblan hefur misst helming af virði sínu gagnvart bandaríkjadal á þessu ári en í dag hefur gengi hennar lækkað um 6%.