Lággjaldaflugfélagið Ryanair hagnaðist um 463 milljónir evra fyrir skatta, um 74 milljarða króna, á öðrum rekstrarársfjórðungi þessa árs sem lauk 30. september. Hagnaðurinn jókst um 23% milli ára, úr 378 milljónum evra. BBC greinir frá.

Félagið segir að hagnaður ársins verði 10% yfir áætlun þrátt fyrir niðursveiflu í efnahagslífi Evrópu.

Michael O'Leary forstjóri félagsins sagði í viðtali við BBC í dag að hann gerði ráð fyrir því að félagið myndi tvöfaldast að stærð á næstu 10 árum.

Michael OLeary, forstjóri og eigandi Ryanair..
Michael OLeary, forstjóri og eigandi Ryanair..
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)