Það hátterni flugfélagsins Ryanair að ógilda þúsunda miða sem bókaðir voru í gegnum ferðaskrifstofu hefur verið tekið til rannsóknar af spænskum yfirvöldum.

Miðarnir voru bókaðir á netinu í gegnum ferðaskrifstofur og nema 50% af miðasölu Ryanair. Flugfélagið segir bókanirnar hafa verið ólöglegar.

Ryanair tilkynnti í síðustu viku að félagið myndi ekki taka gilda neina miða sem ekki eru keyptir beint frá félaginu sjálfu.

„Við ógildum miðana vegna þess að þeir brjóta gegn skilmálum okkur. Þriðji aðili, þ.e. ferðaskrifstofan, er að brjóta á okkur,“ sagði talsmaður Ryanair. Hann sagði seljendur miðanna oft rukka neytendur um aukaálag, allt að 200%.

Neytendasamtök víða um Evrópu hafa gagnrýnt Ryanair harðlega fyrir ákvörðunina, en Ryanair ver hana og segir hana til hagsbóta fyrir neytendur til lengri tíma litið.

„Það er okkur mikilvægt að bjóða lægsta verðið á flugförum og við teljum þessar aðgerðir vera til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar til lengri tíma litið.“