Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt reglugerð um breytingu á reglugerð varðandi almenn útboð verðbréfa að verðmæti jafnvirðis 100.000 evra til 5.000.000 evra í íslenskum krónum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Breytingarnar kveða á um að ekki verði lengur gerð krafa um útgáfu lýsingarinnar vegna almenns útboðs verðbréfa að lægri fjárhæð en 2.500.000 evra, en hingað til hafa mörkin miðast við 100.000 evrur.

Þetta er gert til þess að auðvelda litlum  og meðalstórum fyrirtækjum að fjármagna sig í gegnum markaðinn án of mikils kostnaðar.