Rýrnun fiskistofna í Lagarfljóti hófust samkvæmt mælingum að líkindum fyrir virkjunarframkvæmdir. Þetta kemur fram á heimasíðu Landsvirkjunar þar sem greint er frá nýútkominni skýrslu sem starfsmenn Veiðimálastofnunar hafa unnið fyrir Landsvirkjun. Þá segir að nýlegar niðurstöður sýni lítillega fjölgun í fiskistofnum frá síðustu mælingum

„Niðurstöður skýrslunnar sýna að fiskistofnar í Lagarfljóti hafa rýrnað jafnt og þétt frá mælingum sem gerðar voru árið 1998. Verst var útkoman í mælingum sem gerðar voru árið 2010 en hefur lagast lítillega samkvæmt þeim mælingum sem voru gerðar árin 2011 og 2012 og eru kynnt í nýútkominni skýrslu. Mikilvægt er samt að minna á að gögn eru af skornum skammti og því ber að taka ákveðna óvissu með í reikninginn þegar þessar tölur eru skoðaðar," segir á vef Landsvirkjunar.

Rafmangsframleiðsla hófst 2007

Fljótsdalsstöð hóf rafmagnsframleiðslu og vatnaflutninga árið 2007. Árin 2005-2006 virðast hinsvegar bleikjustofnar Lagarfljóts hafa dregist saman um nær helming frá 1998 en það eru elstu gögnin sem eru samanburðarhæf að því er segir í frétt á heimasíðu Landsvirkjunar. Frekari samdráttur varð árið 2010 en það var fyrsta mæling eftir að vatnaflutningar hófust.

Morgunblaðið segir frá þessu á forsíðu í dag. Þar er talað við Guðni Guðbergsson, sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun og einn höfunda skýrslunnar.