*

sunnudagur, 16. febrúar 2020
Innlent 22. maí 2019 10:45

SA fagnar vaxtalækkun

Á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun feli í sér mikinn sigur fyrir lífskjörin.

Ritstjórn
Hús atvinnulífsins í Borgartúni.
Haraldur Guðjónsson

Samtök atvinnu lífsins fagna vaxtaákvörðun peningastefnunefndar sem ákvað að lækka stýrivexti niður í 4%.

„Vaxtalækkun Seðlabanka Íslands er mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrkir Lífskjarasamninginn með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapar svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins," segir á vef Samtakanna.

Jafnframt segir að peningastefnunefnd hafi áréttað afdráttarlausan stuðning við Lífskjarasamninginn:

„Þótt nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði feli í sér myndarlegar launahækkanir var niðurstaða þeirra í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við. Verðbólguvæntingar hafa því lækkað á ný en þær hækkuðu umtalsvert er leið á síðasta ár. Langtímaverðbólguvæntingar á markaði eru nú komnar undir 3%.“

„Seðlabankinn metur stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins."

Þá hrósa samtökin verkalýðshreyfingunni fyrir að hafa tekið áhættu við gerð Lífskjarasamninganna.