Íslendingar verða að leita aðstoðar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) til að komast út úr þeim erfiðleikum sem samfélagið er komið í annars blasa við þrengingar og fjöldaatvinnuleysi.

Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu Sjónvarps en frá þessu er greint á vef Samtaka atvinnulífsins (SA).

Vilhjálmur segir það einboðið að Íslendingar hefji samstarf við IMF sem myndi felast í því að sjóðurinn kæmi með fjármagn til landsins og einnig yrði leitað aðstoðar erlendra seðlabanka til að búa til alvöru gjaldeyrisvarasjóð sem væri það stór að hann gæti haldið uppi gengi íslensku krónunnar og staðist möguleg áhlaup.

Sjá vef SA.