Jeffery Immelt, stjórnarformaður og fyrrverandi forstjóri General Electric greindi frá því á Twitter síðu sinni í dag að myndi ekki sækjast eftir því að taka við starfi forstjóra Uber.

Í færslu á Twitter síðu sinni segir Immelt: „Ég hef ákveðið að sækjast ekki eftir stjórnendastöðu hjá Uber. Ég ber mikla virðingu fyrir fyrirtækinu og stofnendum þess – Travis, Garrett og Ryan.”

Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hver myndi taka við starfi forstjóra Uber eftir að Travis Kalanick stofnandi fyrirtækisins lét af störfum í júní síðastliðnum. Síðan þá hefur leit staðið yfir af nýjum forstjóra til þess að endurvekja trú á fyrirtækinu eftir róstusama tíma á undanförnum mánuðum.

Immelt sem lét nýlega af störfum sem forstjóri General Electric var einn af þeim sem höfðu komið til greina til að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins.