Fasteignafélagið Saxbygg, sem er móðurfélag Ikarus Invest sem áður hét Saxbygg Invest ehf. og hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta, seldi allar erlendar eigur sínar fyrir ári síðan. Um leið freistuðu forráðamenn félagsins þess að vinna ná utan um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins sem tókst ekki.

Saxbygg var í um helmingseigu Saxhóls (Nóatúnsfjölskyldan) og BYGG (Byggingarfélag Gylfa og Gunnars). Saxbygg var umsvifamikið á fasteignamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Allt síðan 2006 hafði félagið staðið í miklum fjárfestingaverkefnum í Englandi og Þýskalandi sem teygðu sig til Norðurlanda.

Félagið átti einnig 66% hlut í Fasteignafélagi Íslands sem var formlega stofnað árið 2000 en sögu þess má rekja aftur til 1996 með tilkomu Smárlindarinnar. Fasteignafélag Íslands átti meðal annars Smáralind ehf. sem á og rekur verslanamiðstöðina Smáralind og Norðurturninn ehf. sem var í smíðum við Smáralindina. Þá á félagið einnig stórar lóðir sunnan megin við Smáralindina. Árið 2008 runnu eignir Fasteignafélags Íslands inn í Eik Properties þar sem Saxbygg var með 52% eignarhlut.

Saxbygg Invest átti 5% í Glitni

Sömuleiðis átti Saxbygg fimmtungshlut í Glitnir Real Estate Fund sem átti fasteignir í Noregi og Svíþjóð ásamt lóðum sem eru í þróun. Fasteignir sem eru í leigu eru um 19 þúsund fermetrar en helstu leigjendur eru m.a. norsk sjúkrahús og Volvo. Stærsti hluti fasteignanna er atvinnuhúsnæði en félagið á einnig íbúðarhúsnæði. Saxbygg Invest átti 5% hlut í Glitni þegar bankinn féll.

Gríðarlegt tap varð á Icarus Invest sem áður hét Saxbygg Invest ehf. á árinu 2008, eða rúmlega 31,4 milljarðar króna samkvæmt rekstarreikningi.