*

miðvikudagur, 27. október 2021
Erlent 1. janúar 2014 18:22

Saka NSA um að planta óværum í snjallsíma

Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin er sögð geta fjarstýrt myndavélum í iPhone-símum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin (NSA) hefur í mörg ár njósnað um eigendur iPhone-síma frá Apple, snjallsímum sem keyra á Android-stýrikerfi Google og BlackBerry, samkvæmt heimildum þýska tímaritsins Der Spiegel. Blaðið sagði um síðustu helgi að NSA geti orðið komið fyrir njósnabúnaði í iPhone-símum sem geri stofnuninni kleift að komast yfir ýmsar upplýsingar sem í símunum eru, s.s. smáskilaboð, skilaboð á símasvara og fleira til. Þá hafði Der Spiegel eftir bandaríska öryggis- og dulmálssérfræðingnum Jacob Applebaum, sem unnið hefur talsvert með Wikileaks í gegnum tíðina, að sérfræðingar NSA geti meira aðs segja fjarstýrt myndavél og hljóðnema í iPhone-símum. 

Applebaum er meðhöfundur að grein Der Spiegel, að því er fram kemur í umfjöllun um málið á netmiðlinum VentureBeat. Hann hélt erindi um málið sem hægt er að sjá hér að neðan.

Í tilkynningu sem Apple hefur sent frá sér vegna málsins segir að fyrirtækið hafi aldrei unnið með NSA, hvað þá gert hugbúnað sem geri stofnuninni kleift að njósna um eigendur símanna. 

Stikkorð: Android iPhone Jacob Applebaum