Sala áfengis jókst um 0,1% fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,6% og ávaxtavínum (síderum) um 90,3% miðað við árið áður. Samdráttur var hins vegar í sölu á hvítvíni um 1,3%, lagerbjór um 1,6%, ókrydduðu brennivíni og vodka um 5,4% og blönduðum drykkjum um 10,9%.

Af þessu má sjá að sala rauðvíns hefur verið að aukast á meðan sala á hvítvíni hefur verið að dragast saman. Þessi þróun er öfug við þróun undanfarinna 10 ára en allt frá árinu 2003 hefur sölubreyting hvítvíns verið meiri en sölubreyting rauðvíns.