Ford tilkynntu í dag að sala félagsins í Bandaríkjunum féll um 16% í maí. Mest minnkaði salan á stórum jeppum og öðrum stórum ökutækjum.

217.998 bílar seldust í maí, en á sama tíma í fyrra seldust 259.470 bílar. Í maí 2008 voru einum fleiri söludagar en í sama mánuði 2007.

Á sama tíma féll sala General Motors um 30,2%, þar inn í 39% minnkun á sölu stórra bíla. Heildarsala General Motors var 272.363 bílar í maí en var 375.682 bílar á sama tíma í fyrra.