Sala sænska ríkisins á 20% hlut í Nordea Bank gæti frestast vegna sífellt versnandi aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Mats Odell, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði í útvarpsviðtali fyrr í dag að nú "væri augljóslega ekki rétti tíminn til að selja banka".

Ríkisstjórn mið- og hægrimanna sagðist fyrir ári ætla að selja eignir ríkisins fyrir um 200 milljarða sænskra króna á næstu fjórum árum. Hins vegar hefur lausafjárþurrð á fjármálamörkuðum og miklar lækkanir á gengi hlutabréfa gert það að verkum að þeim hefur fjölgað til muna sem telja að ekki sé rétt að ráðast í einkavæðingu - sérstaklega á fjármálafyrirtækjum - á þessari stundu.

Sérfræðingar að telja markaðsverðmæti þeirra eigna sem ríkið hyggst selja hafi rýrnað um 10-15 milljarða sænskra króna frá því haustið 2006.

Nánar verður fjallað um málið í erlendum fréttum Viðskiptablaðsins á morgun.